Ef þú vilt fara hratt þá ferðu ein/n. Ef þú vilt fara langt þá förum við saman

Hér má sjá yfirlit yfir ferðafélaga RATA. Aðila sem við kunnum verulega að meta og höfum ánægju af því að skapa með

 
 

Íslenski ferðaklasinn

Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið Ratsjáin í samstarfi við RATA. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu.


Norðanátt

Fyrstu regnhlífarsamtök nýsköpunar á landsbyggðinni hafa verið sett á laggirnar undir nafninu Norðanátt. Markmiðið er að skapa tækifæri fyrir atvinnuskapandi frumkvöðlastarf. Að samstarfsverkefninu koma Eimur, SSNV, SSNE, Nýsköpun í norðri og RATA.


sjomannadagsrad-lit.jpg

Sjómannadagsráð

Eitt af helstu hlutverkum Sjómannadagsráðs að vera leiðandi í öldrunarþjónustu á Íslandi. RATA hefur komið að fjölbreyttum verkefnum fyrir Sjómannadagsráð til dæmis stuðlað að uppbyggingu á heilbrigðum vinnustað innan Naustavarar, verkefnastjórnun við opnun Sléttunnar, nýs lífsgæðakjarna og fjölda annarra verkefna sem stuðla að auknum lífsgæðum fyrir einstaklinga á efri árum.


Háskólinn í Reykjavík

RATA kennir árlega tvö námskeið í Háskólanum í Reykjavík sem snúa að nýsköpun og frumkvöðlastarfi. Námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja fer fram í lok vorannar og er fyrir alla fyrsta árs nema sem árið 2021 voru um 630 talsins. Námskeiðið Nýsköpun og framkvæmd hugmynda fer fram á haustönn og er hugsað sem framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem vilja taka hugmyndir sínar áfram.


EHÍ.jpeg

Endurmenntun

RATA kennir nokkur námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar á meðal Árangursrík teymisvinna, Fjarteymisvinna, Kraftmiklar kynningar og framkoma á netinu, Verkefnastjórnun fyrir sjálfstætt starfandi eldhuga og Frá hugmynd að viðskiptatækifæri.


NTV

RATA kennir tvö námskeið hjá NTV. Verkefnastjórnun á mannamáli er hagnýt námsleið þar sem fjallað er um málefni verkefnastjórnunar frá a-ö. Lögð verður áhersla á að veita þátttakendum hagnýtar aðferðir, tól og verkfæri sem nýtast í almennri stjórnun, skipulagningu og samskiptum innan fyrirtækja sem og í sjálfstæðum verkefnum. Námsleiðin Stjórnun og leiðtogafærni á mannamáli er sérsniðin að millistjórnendum með mannaforráð. Með aukinni leiðtogafærni er hægt að ná fram auknum árangri samhliða því að skapa ánægðara teymi og heilbrigðari vinnustað.

Viðskiptavinir

Við eflum einstaklinga, teymi og skipulagsheildir í átt að eigin árangri og höfum stutt við bakið á eftirfarandi aðilum á þeirra vegferð

 
mímir.png
matis_logo_blatthvitt.png
Icelandic_Startups_Logo_RGB.jpg
Listaháskólinn.jpg
SASS_logo_cmyk_STORT.png
FKA_logo_New_Icelandairs_svart_transparant_grunnur.png
ja-og-image-1200x628.jpg
logo-blatt-langur-text-undir-midju-jafnadur.png
ntv-e1524389591243-300x256.png
798279.jpg
Atvinnuvegamerki.jpg