RATA teymið

Mannauður er mikilvægasta auðlind fyrirtækja

Anna Katrín Einarsdóttir, Verkefnastjóri RATA á sviði stefnumótunar, nýsköpunar og sjálfbærni.

Anna Katrín Einarsdóttir,  Verkefnastjóri á sviði stefnumótunar, nýsköpunar og sjálfbærni

Anna Katrín er reynslumikill verkefnastjóri og hefur á undanförnum árum tekið þátt í verkefnum sem mótað hafa starfsumhverfi nýsköpunar og ferðaþjónustu. Hún hefur einkum sinnt verkefnum sem snúa að stefnumótun og byggðaþróun með sjálfbærni að leiðarljósi, auk þess að hafa starfað við opinbera nýsköpun

Anna Katrín er stefnumiðuð, hugmyndarík og á auðvelt með að sjá heildarmyndina. Hún er fljót að greina tækifærin þar sem þau liggja og er snögg að tengja saman fólk, verkefni og málaflokka.  

Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM), diplóma í mannauðsstjórnun og í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Íslands.

Endilega hafðu samband // anna@rata.is // 854 2502.

Dóróthea Ármann, Verkefna- og viðburðastjóri

Dóróthea Ármann, Verkefna- og viðburðastjóri

Dóróthea er reyndur verkefna- og viðburðastjóri. Hún brennur fyrir skipulagi, skilvirkni og skemmtilegheitum og finnst fátt jafn skemmtilegt og krefjandi verkefni sem kalla á að fara út fyrir þægindarammann. 

Dóróthea er lausnamiðuð, árangursdrifin og vinnuglöð. Í starfi er hún skipulögð, nákvæm og á auðvelt með að hafa góða yfirsýn. 

Dóróthea er með MSc gráðu í verkefnastjórnun og nýsköpun, diplóma í viðburðastjórnun og BSc í viðskiptafræði

Endilega hafðu samband // dorothea@dorothea.is // 696-5246

Eva Rún Þorgeirsdóttir, Verkefnastjóri og textasmiður

Eva Rún er textasmiður og verkefnastjóri. Á fjölbreyttan hátt stuðlar hún að því að bæði börn og fullorðnir finni hugmyndasmiðinn innra með sér og skapi lausnir fyrir framtíðina. 

Eva Rún er með einstaklega góða nærveru. Hún býr yfir vandfundnum eiginleika sem snýr að því að leiða teymi og verkefni áfram á skapandi máta með blöndu af auðmýkt, staðfestu og þrautseigju. 

Eva Rún er lærður verkefnastjóri með áherslu frumkvöðlafræði (enterprising leadership) og útskrifaðist frá Kaospilot háskólanum í Árósum í Danmörku, en er einnig með diplómu í markaðsfræðum frá London City College.

Endilega hafðu samband // eva@rata.is // 695-4428

Hafdís Huld Björnsdóttir, Framkvæmdastjóri og stofnandi RATA

Hafdís Huld er sérfræðingur í umbótamenningu og snillingur í mannlegum samskiptum. Hún veit fátt skemmtilegra en að vinna með fólki þar sem hún brennur fyrir því að sjá einstaklinga vaxa og dafna. Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og er með BSc gráðu í viðskiptafræði.

Hafdís hefur tekist á við fjölbreytt verkefni sem dæmi hefur hún leitt innleiðingu á straumlínustjórnun hjá stærsta tryggingarfélagi á Íslandi, verið rekstrar- og mannauðsstjóri í ferðaþjónustu og tekið þátt í opnun Sléttunnar, nýs lífsgæðakjarna.

Endilega hafðu samband // hafdis@rata.is // 867-8146

Hafdís Huld Björnsdóttir, Framkvæmdastjóri og stofnandi RATA

Svava Björk Ólafsdóttir, Sérfræðingur í nýsköpun og stofnandi RATA

Svava Björk Ólafsdóttir, Sérfræðingur í nýsköpun og stofnandi RATA
(Í fæðingarorlofi)

Svava er reynslubolti úr stuðningsumhverfi frumkvöðla og hefur undanfarin ár stutt við bakið á hugmyndasmiðum landsins. Hún er hvetjandi og drífandi orkusprengja með  mikinn áhuga á samskiptatækni, framkomu og tengslamyndun.

Svava hefur einstakt lag á því að hjálpa fólki út fyrir skelina, að mynda traust og ýta með þeim hætti undir samvinnu teyma og samstarf ólíkra aðila.

Hún er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM), BSc gráðu í ferðamálafræði og menntaður markþjálfi.

Endilega hafðu samband // svava@rata.is // 695-3918